Kenning mín um B fólk

Alltaf læðast að mér dálitlar efasemdir þegar fólk heldur því fram að það sé B-fólk. Ég hef reyndar kynnst alvöru B-fólki, manneskjum sem lætur best að vinna á næturnar og sofa á daginn en það fólk er sjaldgæft. Langflestir þeirra sem sækja í næturvinnu eru annarsvegar agalausir letihaugar og hinsvegar alkar. Þetta er fólk sem hefur ekki sjálfsaga til að koma sér í bælið á kvöldin og á þessvegna erfitt með að koma sér á lappir á morgnana eða kýs að vinna á vínveitingastöðum sökum hneigðar sinnar til drykkju og annars ólifnaðar.

Það er auðvelt að greina hafrana frá sauðunum í þessum efnum ef maður á annað borð þarf eða nennir að velta fyrir sér aumingjaskap annarra. Skoðaðu störfin sem hinn meinti B-maður velur sér.

Ef það eru þægileg næturvarðastörf þar sem lítið þarf að gera og hann kemst upp með að leggja sig á vaktinni, hvort finnst þér þá líklegra að hann sé letihaugur eða B-maður?

Ef um er að ræða starf þar sem viðkomandi kemst upp með að drekka í vinnunni og þá að hluta til á kostnað atvinnurekanda, hvort er hann þá aumingi eða B-maður?

Ég skal samþykkja að þeir sem sækja í næturvinnu sem krefst þess að þeir séu vakandi, edrú og skili afköstum séu frá náttúrunnar hendi B-fólk -að því gefnu að þeir haldi því mynstri að sofna seint og vakna seint í fríum. Hinir eru einfaldlega búnir að finna sér lélega afsökun fyrir því að láta börnin sín sjá um sig sjálf á laugardagsmorgnum og mæta of seint í vinnunna í miðri viku.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago