… er þetta?

Kosningasigur Hamas er sumsé ástæðan fyrir fjárskortinum!

Hér með leiðréttist; ástæðurnar fyrir fjárskortinum eru:
a) Ísraelsmenn hafa neitað að skila lýðræðislega kjörinni heimastjórn Palestínumanna skatttekjum. Á íslensku heitir það þjófnaður.
b) Vestræn ríki hafa hætt fjárstuðningi við þessa undirokuðu þjóð (sem er algerlega háð utanaðkomandi stuðningi), til að refsa henni fyrir að kjósa sér stjórn sem er þeim ekki að skapi. Á íslensku heitir það kúgunaraðgerðir.

Ég er ekki hrifin af aðferðum Hamas. Ég hef forsendur til að vera það ekki því ég bý við þá lúxusaðstöðu að hafa alist upp í samfélagi þar sem þykir almennt æskilegt að leysa ágreiningsmál án ofbeldis. Ég hef aldrei lifað undir ógn herveldis sem er staðráðið í að svelta mig til bana. Ég er ekki hrifin af sjálfsmorðsárásum. Þær eru ekki geðslegar, þær eru heldur ekki rökréttar. (Eins og eitthvað sér rökrétt í lífi Palestínumanns í dag) Ég get hinsvegar vel skilið að fjölskyldufaðir sem á ekki lengur heimili af því að fólk sem nýtur verndar hers og lögreglu henti fjölskyldunni út, kemst ekki í vinnuna af því að búið er að reisa 8 metra háan múrvegg utan um hverfið þar sem hann býr, horfir upp á börnin sín grýtt á leiðinni í skólann og á á hættu að lenda í fangelsi ef hann reynir að hrindra það, og þarf að standa í margra klukkustunda argaþrasi til að komast yfrir vegatálma svo fáveik koma hans fái læknishjálp, sjái ekki annan kost vænlegri en að gefa herskáum stjórnmálaflokkið tækifæri. Ekki tókst hinum hófsama Yesser Arafat að binda endi á landránið.

Vesturlandabúar, sem hafa ekki döngun í sér til að skamma Ísraela fyrir vel lukkað þjóðarmorð, hvað þá meir, telja sig hinsvegar nógu merkilega til að sýna vandlætingu þegar hersetin þjóð rís gegn útrýmingarherferð á hendur sér og ekki nóg með þann subbuskap heldur tala fréttamenn virtra fjölmiðla eins og Hamas beri ábyrgð á fátæktinni.

Ég kann ekkert fuss sem lýsir hneykslun minni en vona að fréttamaðurinn sem skrifaði þetta fái bæði niðurgang og nábít.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago