Pistlar um samfélagsmál

Hversvegna má ekki spyrja hvað varð um líkin?

Barin Kobani 
Mynd: The Peninsula @PeninsulaQatar Twitter

Þann 1. febrúar sl. birti Twitternotandi óhugnanlegt myndband af líki 23ja ára kúrdískrar konu, Barin Kobani, sem barðist með hersveitum Kúrda í Afrín. Á myndbandinu sjást hermenn spjalla glaðlega saman og hlæja við. Líkið liggur í götunni, það vantar á það handlegg. Buxurnar hafa verið dregnar niður um stúlkuna svo kynfærin blasa við. Treyjan dregin upp. Samt sjáum við ekki brjóst því bæði brjóstin hafa verið skorin af henni og bútur hefur einnig verið skorinn úr kviði hennar. Hermaður sést traðka á líkinu. Það eru væntanlega FSA liðar sem sjást á myndskeiðinu en þeir voru ásamt liðsmönnum islamska ríkisins á svæðinu í umboði Tyrkja, sem bera ábyrgð á innrásinni og þeim stríðsglæpum sem framdir hafa verið í tengslum við hana.

 

Sama dag og myndbandið birtist kom Haukur sonur minn til Afrín. Hann var þar í einhvern tíma en skilaði sér ekki eftir aðgerð. Það er nokkuð á reiki hvenær það á að hafa gerst en öllum heimildum ber saman um staðinn. Um er að hæðir milli tveggja þorpa, Badina og Dumilya. Þar virðist aðeins vera ein bygging og þetta er lítið svæði sem sprengjum var varpað á í febrúar, aðeins 3-4 ferkílómetrar. Frá 24. febrúar hafa Tyrkir farið með yfirráð á þessu svæði. Fyrst FSA og liðsmenn islamska ríkisins í umboði Tyrkja en síðar Tyrkir sjálfir.

Það er aðeins hálftíma gangur milli þorpanna Badina og Dumilya. Varla eru lík látin liggja á víðavangi vikum saman í næsta nágrenni við mannabyggð og ekki var þeim skilað til Kúrda. Þarna eru ekki umfangsmiklar rústir sem seinlegt og hættulegt er að leita í. Sennilegast hafa líkin verið hirt og grafin fyrir löngu. Ef er til gröf, þá er hægt að opna hana og sækja lífsýni en hvar er gröfin? Af hverju í ósköpunum er ekki hægt að spyrja Tyrki hreint út hvað var gert við líkin?

Jú, það er vegna þess að tyekneska lögreglan hefur ráðlagt íslenskum stjórnvöldum að vera ekkert að angra tyrknesk yfirvöld, heldur afla upplýsinga eftir „diplómatískum kanölum“. Kannski finnst tyrknesku lögreglunni líklegt að hermálayfirvöld og utanríkisráðherra hafi lítíinn áhuga á því að fjöldagrafir verði opnaðar. Kannski kæmu þá fram sannanir um fleiri stríðsglæpi á borð við þann sem framinn var gagnvart Barin Kobani.

Nú hafa 400 manns skorað á forsætisráðherra að beita sér í máli Hauks. Fyrir utan þau atriði sem talin eru upp í þessu bréfi væri eðlilegt að spyrja:

Hvar eru lík þeirra sem drepnir voru af hersveitum Tyrkja og bandamanna þeirra í FSA og Daesh á svæðinu milli Badina og Dumilya í febrúar 2018?

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago