Hvernig er staðið að aflífun villikatta?

Í dag hefur Fréttablaðið það eftir kattabana nokkrum að hann hafi skotið 25 villiketti á tiltekinni einkalóð á Ísafirði og að í einu tilfelli hafi skot farið í gegnum kjallarahurð. Ég efast ekki um að villikettir eru ýmsum til ama en er þetta ekki dálítið gróft? Ég veit allavega að ég yrði ekki róleg ef ég vissi til þess að kattaskytta eða hvaða skytta sem er, héldi löngum stundum til við lóðamörkin hjá mér, gagngert í þeim tilgangi að dúndra riffilskotum inn á mína einkalóð. Ég er hrædd um að börnin mín yrðu algerlega undanþegin því að fara út með ruslið eða sækja þvottinn út á snúrur ef ég byggi við slíkt ástand. Mér finnst satt að segja dálítið furðulegt að hægt sé að banna umferð um einkalóðir en ekki skothríð.

Reyndar hélt ég að skothríð innan þéttbýlis væri einfaldlega bönnnuð með öllu, nema sérsveit lögreglunnar telji það óhjákvæmilegt með tilliti til almenningheilla að grípa til vopna. Ég hélt að villikettir væru handsamaðir og þeir svo aflífaðir á stöðum sem til þess eru ætlaðir en ekki inni í íbúðahverfum. Var það bara misskilngur hjá mér? Getur maður í alvöru átt það á hættu að mæta meindýraeyði á kattaskytteríi ef maður bregður sér í kvöldgöngu um hverfið?

 

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

55 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

55 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

55 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

55 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

55 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

55 ár ago