Hvað kemur starf manns málinu við?

Allsstaðar er maður spurður um starfsheiti, jafnvel fyrir dómi.

Vandséður er tilgangur þess að spyrja fólk um starfsheiti í réttarsal nema starf þess komi málinu beinlínis við. Það er eðlilegt að starfsheiti og eða menntun komi fram þegar læknir gefur læknisfræðilegt álit en hvaða máli skiptir það annars hvort vitni er ráðherra, öryrki eða pípulagningamaður? Ef dómurinn hefur ekki hug á að nota þær upplýsingar, hversvegna er þá falast eftir þeim?

Einhvernveginn læðist að mér grunur um að sumt fólk þyki í krafti stöðu sinnar marktækara en annað og einmitt þessvegna er jafn illa við hæfi að starfsheiti sé standardspurning fyrir dómi og að krefja vitni svara um hvaða sjónvarpsþáttum þau fylgist með eða hvort þau fari reglulega til tannlæknis.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago