Hvað er átt við með forvirkum rannsóknarheimildum?

Forvirkar rannsóknarheimildir merkja, að lögreglan getur fengið leyfi til að safna upplýsingum um þig og fylgjast með þér. Hin pottþéttu rök ‘reynsla annarra þjóða’ eiga sjálfsagt eftir að heilla sauðmúgann.

Hversu rúmar verða þessar heimilidir annars? Fáum við svör um það hvort forvirkar rannsóknarheimildir merki að lögreglan megi:

-hlera símann þinn?
-lesa tölvupóstinn þinn?
-fylgjast með ferðum þínum?
-fylgjast með gestakomum til þín?
-koma á þig staðsetningartæki?
-lesa sjúkraskýrslur þínar?
-kanna fjárhagsstöðu þína?
-skoða kortafærslur þínar?
-fylgjast með því hvaða netsíður þú heimsækir?
-taka fingraför þín enda þótt þú liggir ekki undir rökstuddum grun um eitt eða neitt?

Og hverjum má fylgjast með? Ekki þarf að liggja fyrir rökstuddur grunur. Merkir þetta þá að löggan megi fylgjast með þér:

-ef þú hefur einhverntíma komist í kast við lögin?
-ef vinir þínir eða fjölskylda hafa einhverntíma komist í kast við lögin?
-ef þú ert útlendingur?
-ef þú þekkir útlendinga?
-ef þú hefur róttækar stjórnmálaskoðanir?
-ef þú hefur staðið í andspyrnustarfi?
-ef þú ert grunaður um tengsl við andspyrnuhreyfingar?
-ef þú reykir kannabis?
-ef þú hefur sent löggu fokkjúputtann?
-ef þú átt mótorhjól?
-ef þú ert glæpamannslegur í útliti?
-ef einhverjum yfirmanni í löggunni finnst þú leiðinlegur?
-ef þú leggur bílnum þínum oft nálægt heimili einhvers sem eitthvað af ofangreindu á við um?
-ef mamma þín er feit?

Neineinei, ekki ef mamma þín er feit. Það stendur auðvitað ekki til að búa til kerfi sem auðvelt er að misnota.

Næsta skref hlýtur að vera forvirkar refsingar. Ég er næstum viss um að yfirvöld í mörgum löndum eru tilbúin til að staðfesta góðan árangur af því fyrirkomulagi,. Við getum byrjað á því að fá forsetann til að kynna sér frábæran árangur Kínverja af forvirkum refsingum. Þar eru menn nú ekki með Litháavandamál, mótmælendur hangandi fyrir utan sendiráð eða kannabisræktendur í hverju hverfi. Enda er vandræðagemsum refsað fyrirfram og yfirvöld losna við að eyða tíma og fé í óþarfa útskýringar. Hagkvæmt, þægilegt og örugglega til þess fallir að tryggja öryggi almennings. Það segir reynsla annarra þjóða.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago