Íslenskir fjölmiðlar eru ömurlegir.

Í dag getum við lesið allt um það hvað Emmu Watson finnst um djammið í Reykjavík og við höfum blessunarlega verið leidd í sannleika um það að Ásdís Rán og Sveinn Andri eigi sama afmælisdag.

Enginn hirðir hinsvegar um að komast til botns í því hvað þessi stundakennari við HÍ hefur verið að bardúsa. Stundakennsla er hlutastarf og varla hefur maður sem segist vera með doktorspróf þegar hann sækir um vinnu hjá HÍ verið bensínafgreiðslumaður að aðalstarfi. Getur verið að maðurinn hafi verið í öðru starfi og kannski jafn mikilvægu út á ímyndað doktorspróf? Getur verið að hann hafi fengið rannsóknarstyrki út á það? Vissi kirkjan eitthvað um málið?

En líklega hafa blaðamenn lítinn tíma afgangs þegar búið er að sinna selebbfréttunum og nauðgunarfréttunum sem tröllríða fjölmiðlum á meðan spilling og fúsk blómstra bak við tjöldin.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

55 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

55 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

55 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

55 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

55 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

55 ár ago