Pistlar um samfélagsmál

Hátt dánarhlutfall skýrist af nákvæmni í skráningum – segir Tegnell

Anders Tegnell, yfirsóttvarnalæknir Svíþjóðar, telur hið háa hlutfall látinna í Svíþjóð miðað við mörg önnur lönd skýrast af nákvæmni Svía í skráningum.

Tegnell segir, að þar sem í Svíþjóð séu smit greind og rakin, sé skráning dánarorsakar áreiðanleg. Í flestum öðrum löndum megi búast við skekkjum í opinberum tölum um fjölda smita og hætta sé á að andlát af völdum kórónusýkingar séu ekki rétt skráð. Í sumum löndum séu t.d. aðeins skráð andlát þeirra sem hafa látist á heilbrigðisstofnunum auk þess sem ekki sé alltaf hægt að gefa út opinberar tölur í rauntíma og misjafnt milli ríkja hvernig staðið sé að skráningu tölfræðilegra gagna. Hann telur óraunhæft eins og málin standa að samanburður milli landa gefi raunsanna mynd. Réttari niðurstöður muni fást í framtíðinni þegar betri gögn liggja fyrir.

Tegnell telur að samanburður milli landa sé óraunhæfur, sérstaklega þegar einblínt sé á dánarhlutfall. Nauðsynlegt sé að skoða einnig tölur um gjörgæslulegur og áhrif stjórnvaldsaðgerða á samfélagið.

Göteborgs-Posten greindi frá

Kvennablaðið hefur fjallað um misbrest á skráningum aldraðra sjúklinga sem látast úr kórónuveiki í Bretlandi og Frakklandi. Ritstjórn hefur ekkert fundið sem bendir til þess að aldraðir séu undanskildir í opinberum tölfræðigögnum hinna Norðurlandanna.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago