Hæ, viltu gefa viltu gefa 600 kall til auglýsinga og 44 kr til rannsókna?

Mér finnst ömurlegt að heyra fullfrískt fólk sem býr við almenna velmegun lýsa því yfir að það hafi ekki efni á að styrkja líknarstarf og önnur góð málefni. Átakið ‘Karlmenn og krabbamein’ er gott málefni og á skilið fjárstuðning. Mig setti þó hljóða þegar ég sá að einungis 2,2 af þeim 50 milljónum sem söfnuðust í fyrra runnu til rannsókna og heilar 30 milljónir runnu til átaksins sjálfs.

Ég held að fáir vanmeti fræðslugildið en ég gæti trúað að sumir þeirra sem styrktu söfnunina séu dálítið slegnir yfir því hversu stór hluti fjárins rann til kynningar á átakinu. Ég held að margir hafi talið sig vera að gefa fé til rannsókna og stuðnings við sjúklinga. Upplýsingar á vefsíðu átaksins gefa það nefnilega til kynna.

Fjármunir sem safnast í átakinu Karlmenn og krabbamein verða notaðir í rannsóknir, forvarnir, stuðning og ýmis önnur verkefni sem tengjast baráttunni við krabbamein í karlmönnum. .

Þitt framlag skiptir miklu máli. Við getum haft áhrif, því rannsóknir sýna að koma má í veg fyrir að minnsta kosti 1 af 3 krabbameinum.

Vonandi er árangurinn jafn frábær og Krabbameinsfélagið heldur fram. Árangurinn verður þó aðeins mældur í fjölgun þeirra tilvika þegar krabbamein uppgötvast á frumstigi. Hann verður ekki mældur í heimsóknum á netsíðu eða því hvaða einkunn fólk gefur sjónvarpsauglýsingu. Munu karlar láta tékka á sér fyrr eða vakti átakið kannski fyrst og fremst athygli á átakinu? Mér finnst það áhugaverð spurning en ekki svo áhugaverð að ég vilji gefa pening til að láta kanna það.

Vill fólk styrkja krabbameinsfélagið? Fokk já. En þegar sexhundruð krónur af hverjum þúsund fara í átakið sjálft, þá er ég ekki hissa á að margir hugsi um tvisvar.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago