Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það en maður getur þó ekki vænst þess að aðsendar greinar séu settar í forgang.

Þegar þessi dæmalausa fyrirspurn  kom fram á alþingi, fannst félagi áhugafólks um málefni flóttamanna rétt að bregðast við. Ég tók að mér að skrifa stutta grein fyrir félagið og bað um að fá hana birta í Fréttablaðinu (af því að það er víðlesið). Því var vel tekið. Síðast þegar ég bað þennan sama miðil að birta grein fyrir mig liðu fimm vikur frá því að ég sendi hana inn og þar til hún var birt. Það var í kringum stjórnlagaráðskosningarnar og óvenju margir sem vildu koma skrifum sínum að. Þetta hefur því líkast til verið einstakt. Ég átti von á að þetta svar til Vigdísar yrði birt strax enda vakti fyrirspurnin töluverð viðbrögð en í gær voru liðnir 8 dagar frá því að ég sendi hana inn og málið náttúrulega löngu dottið úr umræðunni.

Mér eru málefni flóttamanna hugleikin og finnst nauðsynlegt að svara Vigdísi þótt seint sé en Fréttablaðið gat ekki gefið mér upplýsingar um það hvaða dag greinin yrði birt. Í gær afþakkaði ég því birtinguna og ákvað að leita til annars dagblaðs. Ég hafði samband við DV og þar á bæ brugðust menn skjótt við; greinin birtist strax í dag í umræðuhluta blaðsins á bls. 14.

Ég reikna með að þetta sé einstakt. Auðvitað hlýtur DV oftast að þurfa lengri tíma til að púsla blaðinu saman en þetta var allavega mjög jákvæð reynsla fyrir mig svo takk DV, ég mun snúa mér til ykkar næst þegar mér finnst nauðsynlegt að skrif mín birtist í prentmiðli.

 

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago