Þegar Framsókn lofaði vímuefnalausu Íslandi árið 2000, hlógu menn ýmist dátt eða hristu höfuðið í uppgjöf. Sneru sér svo að raunhæfari markmiðum, t.d. vímuefnalaunum grunnskóla.

Í dag heyrir það til undantekninga ef grunnskólanemar nota áfengi og önnur vímuefni. Hvernig ætli sá árangur hafi náðst? Íslensk börn hafa aldrei haft jafn greiðan aðgang að áfengi og öðrum vímugjöfum og í dag. Umræðan um lögleiðingu fíkniefna hefur dregið upp á yfirborðið þá ranghugmynd að kannabisefni séu ekki hættuleg. Þau hafa aldrei notið jafn mikils frelsis til samskipta við vafasamt fólk eins og nú á tímum fésbókar og almennrar gemsaeignar. Samt fresta fleiri og fleiri börn því að gúlla í sig áfengi og dópi.

Getur verið að sú stefna að hlusta á börn í stað þess að þagga niður í þeim þegar skoðanir þeirra eru óþægilegar, að bjóða þeim fleiri valkosti í félagsstarfi og nálgast ágreiningsefni með rökum í stað refsinga sé að skila árangri?

Næsta skref hlýtur að vera að draga úr vímugjafaneyslu fólks á framhaldsskólaaldri. Á þessum upplýsingartímum verður það ekki gert með því að ýkja hættuna og hert viðurlög hafa sáralítil áhrif ef nokkur. Ungt fólk er hinsvegar almennt tilbúið til að hlusta á rök og það vill svo til að mjög góð rök eru fyrir því að það sé skynsamlegt að gæta hófs í neyslu vímugjafa og draga tilraunir með þá a.m.k. þar til fullum líkamsþroska er náð.

Ræðum þessi mál þessvegna frá öllum hliðum og æsingarlaust. Útskýrum hvað fíkn er og hvaða áhrif það hefur á líf fólks að ánetjast hugbreytandi efnum en reynum ekki að telja þeim trú um að vímuefni séu banvænni en þau eru. Segjum þeim að ungt fólk sé líklegra til að ánetjast en ljúgum því ekki að þeim að nánast allir sem prófa vímuefni ánetjist þeim. Segjum þeim að kannabisefni geti leitt til þroskastöðnunar og sinnuleysis ef þeirra er neytt reglulega en reynum ekki að telja þeim trú um að þau leiði sjálfkrafa til neyslu harðari efna.

Bendum líka fólki á þrítugsaldri á að unglingurinn hafi ekki náð fullum þroska og sé í meiri hættu en fullorðið fólk á því að ánetjast áfengi og öðrum efnum. Það eru nefnilega oftar eldri vinir en foreldar sem útvega áfengi og dóp. Margir unglingar eru líklegri til að hlusta á eldri kunningja en foreldra sína og mér finnst í rauninni stórfurðulegt hversu lítil áhersla er lögð á forvarnagildi þess að fólk á aldrinum 20-26 ára, tileinki sér ábyrgð gagnvart yngri félögum.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago