Forsætisráðherra verndar kúgaða og þjáða

Forsætisráðherra telur þjóðaratkvæðagreiðslur ekkert rosalega lýðræðislegar nema þegar hann stendur fyrir þeim sjálfur. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun lýsti hann þeirri skoðun sinni að ekki væri rétt að miða við að 10% kjósenda gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, það hlutfall væri of lágt.

Ég ítreka mikilvægi þess að menn búi þannig um hnútanna að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslna verði ekki til þess fallið eða verði ekki nýtt til þess, að minnihlutinn í samfélaginu verði á einhvern hátt kúgaður, eða verði fyrir barðinu á þessu fyrirkomulagi.

sagði Sigmundur Davíð. Margir hafa furðað sig á þessum ummælum forsætisráðherrans og spurt hvernig það stefni hagsmunum minnihlutans í voða ef 10% atkvæðabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En það ætti svosem að vera hverjum hálfvita augljóst. Það er auðvitað hinn ofsótti minnihlutahópur LÍÚ sem helst á það á hættu að verða fyrir barðinu á því fyrirkomulagi að um 10% kjósenda geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Einnig birt hér

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago