Fimm grundvallarspurningar til kynþáttahatara

Ég stend í flutningum og sé því ekki fram á að geta klárað pistlaraðir mínar um innflytjendamál og söguskýringar kynþáttahatara á allra næstu dögum. Þetta eru eilífðarmál svo þau þola alveg bið.

Ég hef gaman af rökræðum en mér leiðast langdregnar þrætur. Til þess að rökræða geti farið fram þurfa báðir aðilar að ganga út frá sömu forsendum. Ég er alveg til í að halda áfram að ræða kynþáttahyggju og fjölmenningarstefnu við Mjölni, Skúla og aðra kynþáttahatara en nenni ekki að halda áfram fyrr en ég fæ svör við nokkrum grundvallar spurningum. Mörgu öðru er enn ósvarað en það er lágmark að þið svarið eftirfarandi spurningum:

1. Hvað hafið þið fyrir ykkur í því að hvítt fólk sé í útrýmingarhættu? (Getið heimilda)

2. Hvernig skilgreinið þið hvíta kynþáttinn erfðafæðilega eða m.o.ö. hvaða mælikvarða notið þið til að meta hvort einhver sé hvítur eða „skítaskinn“?

3. Hvaða menningareinkenni viljið þið vernda?

4. Hver eru þessi margumræddu lífsgildi og siðareglur sem einkenna hvíta kynstofninn?

5. Hvað bendir til þess að íslenskri menningararfleifð standi ógn af innflytjendum?

Helst lítur út fyrir að um sé að ræða ímyndað þjóðarmorð, ímyndaðan kynstofn og ímyndaða menningu. Á meðan engin rök hafa komið fram sem gefa vísbendingu um annað er óskaplega tlgangslaust að vera að ræða þetta.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago