Pistlar um samfélagsmál

Er Ísland að fara sömu leið og Suður-Kórea?

Þegar Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna kórónufaraldurs í Kína voru fyrstu viðbrögð íslenskra sérfræðinga þau að þessi yfirlýsing væri nú bara svona samstöðuaðgerð og að þetta væri ekkert skæðari farsótt en hver önnur flensa. Þann 26. febrúar, þegar krúnusmit hafði verið staðfest á Íslandi, taldi sóttvarnalæknir líklegt, í ljósi þróunarinnar í Kína, að 300 smit myndu greinast á Íslandi og um 10 manns láta lífið.

Þrátt fyrir spár sem byggðu á Kína, þar sem fólk var bókstaflega læst inni til að hindra útbreiðslu veirunnar, var lagt upp með að nauðsynlegt væri að „fá eitthvað smit út í samfélagið“ til að mynda hjarðónæmi. Í því sambandi nefndi sóttvarnalæknir um 60% þjóðarinnar, í viðtali við Sifrið þann 15. mars. Hann dró í land með það strax næsta dag en ýmsum smitleiðum hefur verið haldið opnum og ekkert liggur fyrir um það hvort horfið hefur verið algerlega frá hjarðónæmisstefnunni eða ekki. Til allrar hamingju er dánarhlutfallið víðast hvar mun lægra en í Kína, annars værum við í verulega vondum málum.

Þær hryllilegu aðgerðir sem Kínversk yfirvöld hafa beitt til þess að ná tökum á ástandinu koma auðvitað ekki til greina í ríki sem vill kenna sig við mannréttindi og lýðræði. En það hefði verið hægt að loka fleiri smitleiðum án þess að læsa fólk inni og láta blaðamenn hverfa. Það hefði verið hægt að vernda landshluta eða einstaka byggðir. Það hefði verið hægt að skilyrða komur ferðamanna og loka skólum. Þeir sem vilja fara þessar leiðir eru nú í sífellu minntir á það að Suður-Kórea hafi nú náð tökum á ástandinu án þess að loka neinu. Greina-rekja-einangra aðferðin hafi gefist vel og hljóti því að virka vel fyrir Íslendinga.

Já auðvitað! Það er ekkert svo mikill munur á skólum á Íslandi og í Suður-Kóreu. Í báðum tilvikum er börnum safnað saman á afmörkuðu svæði án þess að þau séu spurð álits. Í báðum tilvikum fer fram kennsla.

Ég hef aldrei komið til Suður-Kóreu en einhvernveginn grunar mig að þar sé lítið um að fólk í sóttkví skreppi aðeins út í búð og ef eitthvað er að marka blaðamenn og bloggara ríkir þar heragi í skólum. Eitthvað hefur borið á því að kennarar á Íslandi séu í vandræðum með unglinga sem finnst ægilega sniðugt að ögra starfsfólki og öðrum nemendum með því brjóta reglur um fjarlægð og sóttvarnir. Ég er ekki viss um að það sé vandamál í Suður-Kóreu.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago