Nei það er ekki í lagi að taka þvagsýni með valdi.

Í greininni í Blaðinu kemur fram að þegar hafi verið búið að taka blóðsýni úr konunni og að áfengismagn hafi mælst 1,48 prómill. Ekki kemur fram hversvegna var þá nauðsynlegt að taka þvagsýni líka.

Ég efast ekki um að konan hefur verið erfið og leiðinleg en finnst þó að það þurfi betri rök fyrir þessum vinnubrögðum en þau að það séu engar reglur til um hvernig standa eigi að töku sýna. Lögreglan á ekki að geta skýlt sér bak við skort á reglum og þegar allt kemur til alls má efast um hæfni ríkissaksóknara til að skera úr um það hvort og hvenær skuli rannsaka málið þegar lögregla er sökuð um ofbeldi. Allavega er ríkissaksóknari með þessu búinn að gefa grænt ljós á fremur ógeðfellda valdbeitingu. Spurning hvort megi túlka þetta á þann veg að það sem er ekki beinlínis bannað sé þar með leyfilegt.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago