Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni.

Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á þau rök mín að skýrslan sé ekki vinnuskjal eins og lögreglustjóri heldur fram. Þar sem stór hluti skýrslunnar varðar samskipti við einstaklinga þarf hann ekki að gefa mér aðgang að öllu skjalinu. Honum ber þó að veita mér aðgang að þeim hlutum þess sem varða opinbera umfjöllun sem og þann hluta skýrslunnar sem varðar mig sjálfa.

Ég átti aldrei von á að fá aðgang að allri skýrslunni þar sem ætla má að í henni sé töluvert af persónuupplýsingum, svo þessi niðurstaða er í nokkuð góðu samræmi við mínar væntingar.

Það er óþolandi að yfirvöld komist upp með að leyna gögnum sem varða almenning og nú skora ég á ykkur öll sem áttuð persónuleg samskipti við lögreglu eða hafið aðrar ástæður til þess að gruna að ykkar sé getið sérstaklega í skýrslunni, að senda lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst og fara fram á aðgang að þeim hluta skýrslunnar sem varðar ykkur persónulega. Netfangið er stefan.eiriksson@lrh.is og ef einhver þarf aðstoð við að stíla bréfið er ég tilbúin til að aðstoða.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago