Dregur útþenslustefnan úr möguleikum okkar á hamingju?

Getur verið að ástæðan fyrir því að flestir eru ekki rassgat hamingjusamir sé sú að þegar frumþörfunum er fullnægt, þá taki margir til við að víkka út neðstu lög þarfapýramídans í stað þess að fikra sig upp á við? Þörfin fyrir fæðu og skjól verður að þörf fyrir íburðarmikla fæðu og afganga sem fara í ruslið, stærra hús, fatnað sem enginn slítur. Frumþarfareitirnir teygjast eins og magi sem stöðugt er troðið í og það verður sífellt erfiðara að fylla þá.

Svo þegar einhver segir við þig; það er ekki við því að búast að þú finnir hamingjuna á meðan þú notar ekki hæfileika þína, færð ekki tækifæri til að blómstra sem manneskja, þá heldurðu að sé ekki hægt að komast svo langt á meðan er ennþá pláss fyrir meira dót á neðstu hæðinni.

Sumir eru semi-hamingjusamir af því að þeir horfa aldrei upp í efri lögin og sjá því ekki hve langt þeir eiga í land til að finna þetta fyrirheitna bliss á toppnum.

Aðrir eru óhamingjusamir af því að þeir sjá heildarmyndina en vita að þeim tekst aldrei að fylla einn einasta reit.

Og svo eru þessir fáu sem segjast geta stytt sér leið; verið hamingjusamir í ánauð og öryggisleysi, veikindum, ástleysi og jafnvel hungri. Þótt það sé virðingarverð afstaða að halda í bjartsýnina og láta ekki bugast held ég að hamingja þeirra sé uppgerð.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago