Bráðaofnæmi hvað? Hvað með ilmefni, skinnfatnað og annað sem einhver gæti hugsanlega haft bráðaofnæmi fyrir? Ef þetta snerist raunverulega um hættuna á bráðaofnæmi, hefði verið lítið mál að hengja upp tilkynningu með aðvörun. Það er augljóslega einhver önnur ástæða að baki þessari afskiptasemi heilbrigðiseftirlitsins. Hugsanlega bara hreinlætisfasismi. Í mörgum borgum Evrópu getur fólk tekið hunda með sér inn á krár og ýmsa staði þar sem hundar eru ekki umbornir á Íslandi, og ekki hef ég trú á að bráðaofnæmi gegn hundum sé neitt algengara hér en annarsstaðar.

Alveg finnst mér það ótrúlegt að í samfélagi þar sem ríkisafskipti af rekstri fyrirtækja hafa verið svo lítil að nokkrir menn hafa komist upp með að svíkja hundruð milljarða út úr almenningi, skuli ríkið samt vera með nefið ofan í því hvað einkafyrirtæki leyfa sínum viðskiptavinum og hvað ekki. Einkafyrirtæki á að hafa fullan rétt á því að leyfa hunda, ketti og táfýlu svo fremi sem starfsfólk og viðskiptavinir eru upplýstir um hugsanlega áhættu af því að eiga viðskipti við það fyrirtæki.

Mér finnst reyndar annað gilda um reykingar og er hlynnt reykingabanni, ekki bara á opinberum stöðum, heldur yfirhöfuð. Það er vegna þess að óbeinar reykingar eru stórt heilsufarsvandamál, sem leggst ekki bara á lítinn minnihlutahóp. Þær eru mjög lúmskt vandamál og valda ekki meiri óþægindum en svo að þegar þær eru nánast allsstaðar í umhverfinu, lætur fólk sig gjarnan hafa það að taka áhættuna á því að þurfa að glíma við alvarlegar afleiðingar mörgum árum síðar. Mér finnst inngrip ríkisins vera réttlætanlegt þegar um svo stórt hagsmunamál er að ræða. Af svipuðum ástæðum finnst mér ástæða til að takmarka framboð á vímuefnum.

Hundarnir máttu ekki koma í bíó
 
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago