Auðvitað þarf löggan almennilegan tæknibúnað

Ég varð nett pirruð þegar ég áttaði mig fyrst á því að löggan væri með menn á launum við að hanga á facebook. Ég hangi töluvert á snjáldrinu sjálf og væri rík kona í dag ef ég fengi hundraðkall fyrir hvert innlegg en það hefur samt aldrei hvarflað að mér að sækja um vinnu við það.

Ergelsi mitt tók sig upp aftur þegar ég sá þessa frétt. Hélt einhvernveginn að það væru nettengdar tölvur á flestum löggustöðvum.

En svo náði ég taki á fordómum mínum og lagði þá til hliðar. Vitanlega á löggan að vera á facebook. Ekki hlustar fólk á útvarpið og ekki les það blöðin svo eina leiðin til að ná til þessarra ellefuþúsund vina löggunnar er í gegnum fb. Og nú hugsar nískupúkinn í manni kannski sem svo að þeir hljóti þá að geta notað þær tölvur sem eru á stöðvunum en stöldrum aðeins við og skoðum hvaða fréttir það eru sem þeir eru að koma til skila. Á þeirri stundu sem þetta er ritað munu t.d. þeir vinir lögreglunnar sem velja að fá síðuna upp á fréttaveituna sína sjá að fyrir 14 klukkustundum vann lögreglan það afrek að stöðva golfiðkun unglinga í Kópavogi. Einnig er að finna tvær nýlegar tilkynningar frá vegagerðinni. Síðasta miðvikudag spyr lesandi hvort megi hjóla á Laugaveginum og löggimann svarar að bragði.

Það hlýtur náttúrulega hver maður að sjá að slíkum upplýsingum þarf að koma til almennings eigi síðar en í hvelli. Annars gæti fólk haldið að það megi spila golf á götum úti. Það gengur því ekki að menn þurfi að bíða með að komast niður á stöð til að koma þessum bráðnauðsynlegu skilaboðum áleiðis.

Nú kann einhver að segja að nú þegar sé fullt af fólki á fullum launum við að koma upplýsinum um lögreglumál til almennings. Þ.e.a.s. svokallaðir fréttamenn. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að fréttamenn eru ekki búnir að heyra af facebookhangsi landans og munu því seint nota þá aðferð til að koma upplýsingum út. Auk þess eru þeir ekki endilega að sinna þeim fréttaflutningi sem almenningur hefur áhuga á. Ef við skoðum t.d. forsíðu dv, þá trónar þar efst þessi frétt . Ekki orð um golf á óviðeigandi stöðum eða hvar megi hjóla.

Því segi ég það, hvernig í ósköpunum á almenningur að komast að því hvað er að gerast hjá löggunni fyrr er kominn i-pad í hvern löggubíl? Helst ættu allar löggur að fá i-phone líka. Enda blaðamönnum enganveginn treystandi til að sinna upplýsingaþörf almennings.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago