Categories: Andóf og yfirvald

Áskorun til Guðna forseta

Svo virðist sem ranglega hafi verið staðið að afgreiðslu Alþingis á samþykkt á tillögu dómsmálaráðherra um skipun dómara í Landsrétt.

Þegar er hafin undirskriftastöfnun þar sem skorað er á forsetann að synja lögnum staðfestingar.  Vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar má sjá hér.

Forseti Íslands er staddur í Finnlandi og á Facebook fara nú fram umræður um það hvort hann fái yfirhöfuð tækifæri til þess að taka afstöðu í þessu máli því á meðan hann er fjarverandi kemur það í hlut handhafa forsetavalds að undirrita lög. En auðvitað þarf Guðni ekkert að láta valta yfir sig. Hann getur auðveldlega lýst því yfir opinberlega að hann myndi ekki undirrita lögin að svo stöddu og það verður að teljast afar ólíklegt að handhafar forsetavalds myndu ganga gegn vilja hans ef hann gerði það.

Guðni er geðþekkur maður og yndislega alþýðlegur forseti. En það er ekki nóg að vera huggulegur, forseti verður líka að standa í lappirnar. Vonandi reynist Guðni ekki síðri öryggisventill en forveri hans.

Þeir sem vilja skora á forsetann að beita valdi sínu til þess að synja lögunum staðfestingar geta skrifað undir hér.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago