Strax er teygjanlegt hugtakt. Ekki bara í pólitík, heldur er líka teygjanlegt hvenær menn þurfa að fara að lögum. Að minnsta kosti þeir menn sem hafa tekjur af því að kvelja smágrísi.

Núgildandi dýraverndarlög voru samþykkt í apríl 2013, þau tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Áður hafði þó verið í gildi reglugerð um aðbúnað og heilbrigði svína, allt frá apríl 2011, þar sem bann er lagt við geldingu án deyfingar. Samþykkt og gildistaka laganna hefði því ekki átt að koma svínabændum mjög á óvart. Auk þess eru í reglugerðinni ýmis önnur ákvæði um aðbúnað svína sem enn eru ekki komin til framkvæmdar þótt lögin hafi tekið gildi fyrir tæpum fimm mánuðum.

Svínabændur hafa því haft meira en þrjú ár til að aðlagast því óþægilega viðhorfi að velferð dýra skipti máli.

Nú ætlar yfirdýralæknir að taka þessi mál föstum tökum og byrja strax að sjá til þess að lögunum verði framfylgt. Ekki kannski alveg í hvelli en allavega Vigdísarstrax. Hún ætlar að gefa böðlunum sjö mánuði í viðbót til að „aðlagast“.

Ég vissi ekki að yfirdýralæknir hefði vald til þess að fresta gildistöku laga sem þegar eru í gildi en það er ágætt að vita að einhver hafi þetta vald. Það hefur nefnilega sýnt sig að margir eiga erfitt með að aðlagast þeirri hugmynd að þeir megi ekki berja, nauðga og meiða annað fólk með bitvopnum. Sumir hafa meira að segja atvinnu af því. Ætli yfirdýralæknir geti veitt handrukkurum margra mánaða undanþágu frá lögum eða er það á verksviði landlæknis? Eða einhvers annars? Ég meina, „sársauki“ er afstætt hugtak, næstum jafn afstætt og teygjanlegt og hugtakið „strax“ svo hversvegna ættu ofbeldismenn ekki alveg eins að fá leyfi til að kvelja nokkra í viðbót?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago