Afglapaskrá lögreglunnar 2011 -inngangur

Af og til birtast fréttir af undarlegum vinnubrögðum lögreglu og dómstóla, valdníðslu og jafnvel hreinu og kláru ofbeldi. Sjaldgæft er þó að kærur á hendur lögreglunni fari fyrir dóm enda kannski ekki við því að búast þegar um er að ræða stofnun sem hefur eftirlit með sjálfri sér. Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera til nein óháð eftirlitsstofnun eða embætti sem fylgist með störfum lögreglunnar og nú þegar við sjáum fram á að frumvarp um auknar njósnaheimildir lögreglu, verði lagt fram á Alþingi, er sérstök ástæða til þess að koma slíku embætti á.

Í desember 2010, varð þessi frétt til þess að það gekk fram af mér. Ekki svo að skilja að hún væri sú grófasta sem ég hafði séð, mér fannst bara vera svo mikið um svona fréttir og einhverntíma kemur að því að mælirinn fyllist og maður finnur sig knúinn til að gera eitthvað. Það var svosem ekki mikið sem ég gat gert en ég stofnaði fb hóp með því markmiði að halda saman fréttum og jafnvel öðrum upplýsingum um afglöp lögreglu í starfi, í von um að einhverjir kynnu að vakna til meðvitundar um nauðsyn þess að koma á almennilegu eftirliti. Mér fannst í meira lagi írónískt að nokkrum dögum eftir að þessi eftirlitssíða var stofuð, fékk maður nokkur þau svör hjá lögreglunni að best væri að leita til alræmds handrukkara til að innheimta skuld, því lögreglan gæti því miður ekki aðhafst. Ég hafði einhvernveginn ekki átt von á því að lögreglan væri mér sammála um að óbreyttir borgarar ættu að ganga í störf lögreglunnar en því síður hefði ég giskað á að hún mælti sérstaklega með glæpamönnum. Og reyndar vaknaði sú spurning hvort lögreglan liti hreinlega á handrukkara sem kollega sína nokkrum dögum síðar þegar maður kvartaði undan ónæði af hálfu handrukkara við fremur dræmar undirtektir lögreglu.

Síðasta verk mitt á fb síðunni ,,Afglapaskrá lögreglunnar“ var að tilnefna Þvaglegg sýslumann afglapa ársins. Á næstu dögum kemur í ljós hvort notendur síðunnar telja einhvern annan betur að titlinum kominn.

Tiltækið mæltist vel fyrir. Margir hafa sent inn tengla og tekið þátt í umræðum á síðunni og nokkrir hafa sagt persónulegar reynslusögur af samskiptum sínum við lögreglu og dómstóla. Þessi tilraun hefur nú staðið í rúmt ár og hefur síður en svo hnikað þeirri skoðun minni að atvik sem rata í fjölmiðla, séu nógu mörg og alvarleg til að full ástæða sé til að almenningur sinni sjálfur eftirliti með störfum lögreglu.  Facebook er þó fremur óheppilegur vettvangur fyrir grasrótarstarf sem þetta, af ýmsum ástæðum. Hópur af þessu tagi nær aðeins til sérstakra áhugamanna og nær því ekki að veita lögreglunni aðhald. Það tekur allt of langan tíma að finna gömul innlegg og ef notandi hættir að nota fb hverfa öll innleggin hans. Auk þess slæðast inn þátttakendur sem skilja ekki um hvað málið snýst og nota síðuna til að ræða hluti sem eiga þar lítið erindi. Betra væri að stofnað yrði einhverskonar eftirlitsembætti sem hver sem er gæti beint ábendingum til, þó svo að viðkomandi hafi ekki orðið fyrir því sjálfur að brotið sé gegn réttindum hans.

Ég, fyrir mitt leyti segi þessari tilraun á fb lokið. Ég reikna því með að skrá mig út af þessari síðu á næstu dögum og láta öðrum eftir að viðhalda henni ef áhugi er fyrir því. Áður vil ég þó gera grein fyrir helstu lögregluafglöpum sem komu upp og voru í umræðunni árið 2011.

Á næstu dögum mun ég birta úttekt á þeim afglöpum lögreglunnar sem hæst bar árið 2011. Dæmi svo hver fyrir sig, hvort ástæða sé til að veita löggunni aðhald.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago