Af nýstárlegum löggæsluaðferðum Þvagleggs sýslumanns

Þvagleggur sýslumaður er frumlegur maður. Maður sem hugsar út fyrir kassann og beitir áður óþekktum aðferðum í baráttunni gegn glæpum. Þolendur kynferðisbrota hafa nú eignast nýjan og öflugan málsvara í þessum óvenjulega fulltrúa réttlætisins og gleður það mig ósegjanlega.

Þvagleggur sýslumaður hefur nefnilega útskýrt þá ákvörðun sína að láta barnaníðing ganga lausan, þrátt fyrir gögn sem renndu sterkum stoðum undir sekt hans. Hann var semsagt að vernda þolandann gegn fjölmiðlafári.

Mikið er nú gott til þess að vita að Þvagleggur sýslumaður beri nógu mikla umhyggju fyrir fórnarlömbum kynferðisglæpamanna til að vernda þau fyrir árásum fjölmiðla á glæpamenn. Ég þekki nokkrar fjölskyldur á verndarsvæði Þvagleggs, og er af hjarta fegin að vita öryggi þeirra tryggt á svo nýstárlegan og traustvekjandi máta.

Þvagleggur yfirfærir væntanlega þessa verndarstefnu sína á brotaþola í öðrum málaflokkum líka og verndar þannig þolendur auðgunarbrota gegn því að fjölmiðlar fjalli um þjófnaðinn og ríkið sjálft gegn því að fjölmiðlar fjalli um fíkniefnabrot, að sjálfsögðu með þeirri frumlegu aðferð að að láta þjófa og dópsala ganga lausa.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago