Í hvert sinn sem ég nefni möguleikann á því að opna landamæri, kýs einhver að túlka það á þann veg að þar með vilji ég drífa í því, án þess að setja niður áætlun um það hvernig eigi að taka á móti innflytjendum, án samráðs við aðrar þjóðir og fyrir klukkan tíu í fyrramálið.

Auðvitað gætum við opnað landamæri án þess að standa að því eins og fávitar og með Schengen samkomulaginu var stigið stórt skref í þá átt. Ekki sé ég að það samstarf hafi haft neinar hörmungar í för með sér.

Það hefur marga kosti að fá til landsins vinnufært fólk sem getur fljótlega lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Kostnaður íslenska ríkisins við að framleiða einn skattgreiðanda er varla undir 20 milljónum og það tekur á bilinu 16-26 ár. Ég veit ekki við hvaða meðalaldur fólk er farið að greiða tekjuskatt en það þykir orðið nauðsynlegt að ungt fólk ljúki stúdentsprófi og sjálfsagt að það fari í framhaldsnám svo sennilega hefur meðalaldur skattgreiðenda hækkað umtalsvert á síðustu 50 árum.

Sænski miðjuflokkurinn íhugar nú alvarlega möguleikana á að opna fyrir frjálsan innflutning fólks til Svíþjóðar. Ástæðurnar eru annarsvegar þörf á vinnuafli í greinum sem Svíar sýna almennt lítinn áhuga og hinsvegar hættan á því að byggð leggist af á stórum svæðum. Þeir Íslendingar sem hafa áhyggjur af landsbyggðarflótta ættu kannski að skoða þennan möguleika líka.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago