Á ríkið að reyna að móta viðhorf fólks?

Tjásukerfið hjá Svartsokku er eitthvað beyglað svo ég ákvað að varpa fram vangaveltum mínum í kjölfarið á þessari grein hér.

Grein Svartsokku fjallar um persónunjósnir gagnvart fólk sem grunað er um að islamska öfgastefnu og hættu á að verða fyrir áhrifum af islamskri öfgastefnu. Hér er á ferðinni áhugavert ‘vandamál’. Persónunjósnir valdhafa eru í öllum tilvikum ógeðfellt, andlegt ofbeldi. Hinsvegar er ýmislegt í menningu öfgasinnaðra muslima sem einnig er ógeðfellt ofbeldi. Vítisenglar eru annað dæmi um öfgamenn sem ástunda ógeðfellt ofbeldi og hafa sætt persónunjósnum fyrir vikið.

Nú er það svo að ríkisvald er í sjálfu sér margháttað ofbeldi, þjóðkirkjan ástundar ógeðfellt ofbeldi sem og stjórnmálaflokkarnir, bankarnir, tryggingastofnair og verkalýðsfélögin en við erum vön því frá blautu barnsbeini að líta á ofbeldi þessarra stofnana sem eðlilegt. Öfgar eru ekkert annað en það sem víkur mjög langt frá hugmyndum meðalmannsins og það er fyrst þegar ofbeldið er tengt öfgamennsku sem samfélagið snýst til varnar. Normaliserað ofbeldi virðist vera allt annað.

Anarkistar bregðast við ofbeldi samfélagsstofnana með andspyrnustarfi. Við reynum að hafa áhrif á viðhorf fólks eð upplýsingu, áróðri og listum og við ráðumst gegn valdastofnunum og valdsmönnum með beinum aðgerðum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá sitjum við uppi með ríkisvald sem hefur formlegt umboð sauðmúgans til að gera það sama. Munurinn á ríkisvaldinu og anarkistahreyfingunni er sá að ríkið hefur vald, hefðarvald, vopnavald og auðvald til að bæði smygla viðhorfum inn á fólk og kúga það til hlýðni.

Hvort sem ríkið, eða aðrir valdhafar eiga rétt á sér eður ei er ekkert bendir til að við komumst undan því á næstunni að lifa við ríkisvald. Spurningin er því, hvernig á ríkið að bregðast við öfgafullu ofbeldi á borð við heiðursmorð, nauðungarhjónabönd, líkamlega ögun heimilisföður á konu og börnum, algerri kúgun samkynhneigðra o.s.frv? Ekki þekki ég neinn sem ber virðingu fyrir t.d.þeirri skoðun að það sé rétt og gott að eyðileggja kynfæri ungra stúlkna með skurðaðgerð. Ég er sammála því að persónunjósnir eiga engan rétt á sér en hvernig á að fyrirbyggja að slíkum skoðunum sé fylgt eftir? Á rikið yfirhöfuð að reyna að hafa áhrif á skoðanir fólks eða á það einungis að taka á hegðuninni eftir að skaðinn er skeður?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago