Mikið ósköp á hann Magnús Þór bágt

Oh, mig svíður svo í sálina þegar ég heyri svonalagað.

Hvað sem öllu kreppugrenji líður eru flestir Íslendingar ósiðlega ríkir. Og jájá, það er til fullt af fólki á Íslandi sem á bágt en ástæðan fyrir því er misskipting, og kannski að einhverju leyti eymdarhvetjandi kerfi en ekki það að við höfum ekki bolmagn til þess að halda utan um þá sem raunverulega þurfa á því að halda.

Ég gæti skilið það sjónarmið að sveitarfélag ætti ekki að taka við stórum hópum af svokölluðum félagslegum öryrkjum sem hafa valið sér það hlutskipti, þrátt fyrir gnægð úrræða. Slíkt fólk er til á Íslandi, nóg af því. En þetta er fjandinn hafi það flóttafólk. Fórnarlömb aðstæðana en ekki síns eigin hugarfars. Fjölskyldur sem fá enga raunverulega hjálp í sínu heimalandi, alveg sama hversu mikið við styðjum Rauða Krossinn. Eina leiðin sem þetta fólk getur mögulega farið til þess að breyta aðstæðum sínum er að koma sér burt og biðja um aðstoð. Og það er einmitt það sem flóttamenn gera, svo mér finnst afar líklegt að hér sé einmitt um að ræða fólk sem hefur tileinkað sér dugnað og sjálfsbjarngarviðleitni.

Svo þætti mér fróðlegt að vita á hvaða rökum Magnús Þór byggir þá skoðun að þetta fólk þurfi að vera ‘í gjörgæslu félagsmálayfirvalda um ókomna framtíð’. Ég er ekki með neinar tölur á hreinu en eru t.d. Kósóvó Albanarnir sem komu hingað fyrir nokkrum árum í gjörgæslu félagsmálayfirvalda? Mig rámar nefnilega í frétt þar sem kom fram að flestir þeirra hafi verið komnir í vinnu innan 8 mánaða frá því að þeir komu hingað og hafi almennt samlagast samfélaginu nokkuð vel. Eða er ég að rugla einhverju saman? Auðvitað þarf að styðja við fólk sem hefur misst heimili sín og jafnvel fjölskyldur, búið við stríðsógn, kúgun og slæma heilsugæslu. En ég held nú samt að fólk sem ætlar að setjast hér að, eða neyðist til þess, sé mun líklegra til að aðlagast menningunni heldur en farandverkamenn sem geta komið hingað unnvörpum án þess að okkur þóknist náðarsamlegast að líta á þá sem manneskjur.

Þegar ég heyri sjónarmið eins og það sem kemur fram hjá téðum Magnúsi, fer ekki hjá því að ég hugsi til Strindbergs; mikið ósköp eiga mennirnir bágt.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago