Ég er ekki mikið fyrir áramótaheit en í þetta sinn lofa sjálfri mér því að taka myndir eða sjá til þess að þær verði teknar við öll tilefni sem mig langar að muna. Það gæti jafnvel endað með því að ég læri á snjallsímann eða a.m.k. myndavélina á honum.

Ég á ekki margar myndir af strákunum mínum frá því að þeir voru litlir og nánast engar frá fullorðinsárum. Get ekki útskýrt hversvegna ég hef verið svona sinnulaus. Nú er m.a.s. snjallsími á heimilinu en ég nota hann nánast aldrei. Úr því skal nú bætt. Ekkert partý, ferðalag, athöfn eða annar viðburður án mynda 2018. Og þar sem markmið eiga að vera mælanleg ætla ég að taka eða fá einhvern til að taka a.m.k. eina birtingarhæfa mynd vikulega hvort sem tilefni er til þess eða ekki.

Fyrsta tilefnið var í gær. Nýársboð á Ásvallagötunni. Ég gleymdi náttúrulega símanum. Mundi samt eftir þessu og fékk að taka mynd á símann hennar Steinunnar.  Þessi mynd skýrir kannski af hverju ég tek aldrei myndir. Ragnhildur tók efri myndina.

 

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago