Þetta var ágætt ár, átakalítið en fullt af allskonar skemmtilegheitum.

Fyrstu mánuði ársins fórum við reglulega í klifurhúsið hinumegin við ána. Ég hafði aldrei prófað innanhússklifur áður en það er skemmtilegra en ég hélt.

Haukur kom í febrúar og var hjá okkur í nokkra daga. Það voru góðir dagar. Þaðan fór hann til Grikklands og ég hef ekki séð hann síðan. Finnst það orðinn heldur langur tími.

Fórum til Krítar í vor. Það var góð ferð, bara afslöppun og góður matur og hellingur af Raki og Oozoo. Ég var orðin svo yfirkeyrð af þreytu að ég ákvað að það yrði bara að hafa það þótt ég yrði að fresta BA ritgerðinni fram á haust en svo bara vann ég svona gríðarlega vel á Krít og átti lítið eftir nema frágang þegar við komum heim. Skilaði í tæka tíð og útskrifaðist í sumar.

Vorum á landi allt sumarið, eins og venjulega. Ég passaði Kvennablaðið fyrir Steinu á meðan hún var á hringferð um landið og fékk smáverkefni á lögmannsstofu. Fórum tvisvar í Hrísey. Sveitabrúðkaup með gistingu og öllu í júlí og svo fór ég í tvær útilegur en það hef ég aldrei gert áður. Fjallgöngur eru alveg ný reynsla og bæði hræðilegri og áhugaverðari en ég átti von á.

Fékk inni í Strathclyde háskóla í haust og er núna að læra alþjóðlega mannréttindalögfræði. Hæst ánægð í skólanum, þetta er allt öðruvísi en HÍ og að flestu leyti betra. Það er reyndar mikill lestur en ekki allur þessi utanbókarlærdómur sem er í HÍ. Þurfti bara að fara í eitt próf en annars var námsmatið byggt á verkefnum. Ég er reyndar ekki búin að fá einkunn fyrir prófið en mér leið vel alla önnina, fannst ég vera í krefjandi námi en ekki slítandi.

Fengum góða gesti í haust, jarðfræðing og landfræðing og fórum með þeim í þriggja daga ferðalag að skoða jarðsögu Skotlands. Það var gaman.

Þessi jólin eru Hulla, Eiki og öll börnin þeirra og barnabörn á landinu og í dag rættist loksins aldarfjórðungsgamall draumur Hullu um fjölskylduboð. Við hittumst semsagt öll í salnum á Austurbrúninni. Það vantaði að vísu Hauk, sem er í útlöndum og Júlíus var eitthvað lasinn svo hann kom ekki heldur en allir aðrir komu.

Stærsti atburður ársins er svo sá að Einar er orðinn afi. Freyr og Freyja eignuðust dreng 22. desember. Við erum ekki búin að sjá hann nema á snap chat ennþá því þau búa í Svíþjóð en hann er yndi og strax farinn að brosa.

Áramót framundan og þótt áramót séu ekkert merkileg tímamót í sjálfu sér þá reyni ég alltaf að sjá næsta ár fyrir mér, svona í grófum dráttum. Reikna með að nota sumarið til að skrifa ML ritgerð og útskrifast í nóvember. Við verðum væntanlega á Íslandi í sumar og næstu jól. Annað er ekki ákveðið. Auk þess að útskrifast langar mig til að stofna andfemínistahreyfingu. Hóp sem gerir eitthvað róttækara en að röfla á netinu.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago