Categories: Allt efni

Málstofa um UN

Í gær var málstofa um uppbyggingu og hlutverk SÞ. Kennarinn,  Alan Miller, er í lögfræðingateymi á vegum SÞ.

Hann byrjaði tímann á því að taka fram að hann ætlaði ekkert að mata okkur á efni sem við gætum lesið sjálf heldur að halda uppi umræðum um stöðu SÞ. Svo fór hann bara að segja sögur af reynslu sinni. Hann náði algerlega athygli hópsins og fljótlega sköpuðust góðar umræður.

Í seinni tímanum sagði hann að hann hefði eiginlega ætlað að skipta okkur í umræðuhópa en fyrst væri góð umræða í gangi þá skyldum við bara halda henni áfram. Hér er semsagt ekki markmiðið að komast yfir efnið heldur að dýpka skilning nemenda og að tímarnir skilji eitthvað eftir.

Hér eru menn heldur ekkert hræddir við „heitar kartöflur“. Alan sagði t.d. hreint út að hann teldi Trump ekki bara ógn við heimsfriðinn og viðleitni til að draga úr umhverfisspjöllum með öllum þeim hörmungum sem þeim fylgja, heldur líka ógn við tilvist SÞ.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Laganeminn

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago