Categories: Allt efniGaldur

#gæfumunur_

Einhverntíma tók ég upp á því að safna saman dæmum um hluti sem gleðja mig án þess að vera ómissandi. Allt þetta sem er nógu mikilvægt til að gera lífið betra en þó ekki svo mikilvægt að það gera lífið verra að hafa það ekki. Ég setti inn færslur á Twitter undir merkinu #gæfumunur_

Hér eru nokkur dæmi, ég birti svo fleiri síðar:

Mann vantar eitthvað í efstu hillu í búðinni og ókunnugur kúnni réttir manni það.
Maður gæti sótt starfsmann en þetta er betra.

 

Notaleg og algerlega ósexý náttföt.

 

Stór ávaxtaskál. Litrík og síbreytileg borðskreyting og nytsamleg líka.

 

Gólfþvegill með úðakerfi. Engin nauðsyn en hrikalega handhægt og þægilegt.

 

Hljóðið í hraðsuðukatlinunm. Miklu skemmtilegra en að sjóða vatn í potti.

 

Að finna fullkomið bílastæði, á besta stað, þegar maður gat reiknað
með að þurfa að leggja bílnum einhversstaðar úti í sveit.

 

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: #gæfumunur

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago