Categories: Allt efni

Á heimleið

Förum heim á morgun. Einari finnst alltaf jafn erfitt að kveðja Ísland og ég verð alltaf jafn glöð yfir því að komast heim. 

Mér líður ekki illa á Íslandi enda myndi ég þá ekki leggja á mig að vera hér en mér finnst ég ekki hafa neitt hingað að sækja nema það að sjá vini og vandamenn. Ef ég gæti fengið fólk í heimsókn eftir pöntun hefði ég enga ástæðu til að koma hingað nokkurntíma.

Ég ber blendnar tilfinningar til Íslands. Þykir á vissan hátt vænt um það af því að ég á hér einhverskonar rætur, þekki söguna, menninguna og kannast við landslagið að einhverju leyti þótt mér sé reyndar alveg sama um nöfn og staðsetningu fjalla og fossa. Finnst náttúran falleg en hún er grimm og engin ástæða til að búa hér – það er allsstaðar hægt að finna fallega náttúru.

Ísland er æðislegt myndefni en að vera hér er eins og að borða soðið kjötfars. Ég á ekkert erfitt með að borða soðið kjötfars en ég hef heldur enga ánægju af því. Ég gæti samt alveg haft ánægju af félagsskap þeirra sem sætu með mér til borðs. Ef Einar gæti ekki hugsað sér lífið án þess að borða kjötfars í kvöldmat í þrjá mánuði samfleytt myndi ég gera það en ég yrði glöð þegar því tímabili lyki.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago