Categories: Allt efni

Útilega – dagur 3 – Múlagljúfur

Fórum frá Höfn um hádegisbilið. Skoðuðum Múlagljúfur. Það er ekki erfið ganga, mun léttari en það lítur út fyrir að vera og alveg fullkomlega þess virði.

Stiklað á steinum yfir lítinn læk. Þrátt fyrir klæðnaðinn var blankalogn en við Mouhamed höfðum áhyggjur af því að það yrði kalt og færi að rigna svo við vorum við öllu búin.

En löngu áður en við komum að fyrsta gífurlega flotta útsýnisstaðnum var ég komin úr nærbolnum. Gekk ekki svo langt að frelsa tútturnar samt. Myndirnar af mér hálfnaktri sannfærðu mig um að það séu fleiri en systir mín feitabollan sem þurfa að fara í megrun. Þessi mynd er skást, ég birti hinar þegar ég er hætt að vera feitabolla og get sýnt samanburðinn.

Þetta er geggjað útsýni. Myndirnar ná því ekki.

 

Múlagljúfur er hinn fullkomni staður til þess að fremja morð. Mouhamed sýnir nú sjaldan svipbrigði en fannst býsna skelfilegt að sjá mig standa á brúninni og horfa niður. Hann var samt ekki eins hræddur um mig og Einar var.

Til að komast að besta staðnum þarf að fara frekar ógnvekjandi leið. Ég hefði ekki gert það án Einars en hann þekkir leiðina og veit hvar er óhætt að fara.

Mér hefur aldrei þótt sérstaklega eftirsóknarvert að standa uppi á fjalli og horfa niður. Hægt að sjá þetta allt saman á netinu. En ég verð að játa að það er aðeins öðruvísi að vera á staðnum. Eða mjög mikið öðruvísi öllu heldur.

Niðurstaða þessarar tilraunar var sú að fjallgöngur eru ekki endilega tilgangslausar. Ég gæti best trúað að ég eigi eftir að prófa þetta aftur. Það skemmdi svo ekki fyrir að ólíkt öllum hinum stöðunum sem við skoðuðum voru engir túristar að skoða Múlagljúfur um leið og við.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago