Categories: Allt efni

Prófsýning

Ég fékk skýringar á einkunnagjöf fyrir eitt prófanna minna í dag. Ein kennslukona Lagadeildar var svo elskuleg að taka á móti mér þótt ég eigi í raun engan rétt á því fyrst ég gat ekki mætt í prófsýningu á auglýstum tíma.

Hún er hjartanleg sammála því að námsmatið hjá Lagadeild sé ekki til þess fallið að mæla þekkingu og færni og að sum prófverkefnin séu beinlínis hálfvitaleg.

Þetta er ekki fyrsti kennarinn sem tekur undir þessa skoðun mína og ég er nokkuð viss um að ef allir kennarar deildarinnar yrðu spurðir, yrði niðurstaðan sú að þetta fyrirkomulag á námsmati sé handónýtt.

Þegar maður spyr hversvegna sé þá verið að notast við svona slæmt námsmat er svarið alltaf það að ekki séu til peningar til þess að gera þetta á annan hátt. Mér þætti áhugavert að sjá hvaða leiðir hafa verið ræddar og reyndar. Ég yrði ekki hissa þótt svarið sé engin.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago