Categories: Allt efni

Galdrafólk á stoppistöð

Þegar ég kom að stoppistöðinni var þar fyrir karl um sjötugt. Hann gaf sig að mér og reyndist hinn almennilegasti. Karl og kona, bæði sennilega um sextugt komu aðvífandi, voru með vegakort og spurðu hvar þau væru stödd. Konan var með lillablátt hár sem stóð undan röndóttri prjónahúfu og sérkennilega leðurtuðru í axlaról. Karlinn var í víðum kufli sem var festur saman með silfurspennu í hálsmálinu og með skotthúfu sem náði honum niður á bringspalir.

Hinn nýi félagi minn spurði hvort þau væru að koma úr Hrekkjavökuteiti.“Nei ég er galdramaður“ svaraði skotthúfan blátt áfram en hafði ekki fleiri orð um það. Þau gengu nokkur skref frá okkur með kortið og voru greinilega að reyna að komast að niðurstöðu um það hvert þau ættu að fara. Gamli hallaði sér að mér og hvíslaði: „Galdramaður, huh! ÉG er galdramaður og ekki klæði ég mig eins og skrípi.“

„Mér finnst gaman að sjá fólk sem sker sig úr fjöldanum“ svaraði ég. „Finnst þér ekkert ótrúlegt að ég sé galdramaður, svona til fara?“ spurði hann og togaði í treyjuna sína. „Nei, alls ekki. Fólk gengur venjulega ekki í einkennisbúningi nema í vinnunni, svo mér finnst það ekkert ótrúlegra en hvað annað.“ Hann gaut augum á skotthúfuna og brosti sigri hrósandi, rétt eins og hann hefði unnið pissukeppni sem hinn tók þó engan þátt í.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: hvunndags

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago