Námskerling (ég er víst orðin of gömul til að flokkast með námsmeyjum) verður að taka aðventuna snemma til að fara ekki yfir um 5 dögum fyrir alræmduna. Ég skellti í sörur af því tilefni.

Í fyrra notaði ég uppskrift Mörthu Stewart. Tók hálfan dag í verkið, fór nánast á límingunum af stressi og eldhúsið var eins og Hulla systir mín hefði verið að verki með þrjú smábörn og hund að þvælast fyrir sér. Núna notaði ég ekki uppskrift og þreif íbúðina á meðan botnarnir voru að bakast og kremið að stífna. Þrír klukkutímar, hreint eldhús og þótt kökurnar séu ekki augnayndi eru þær ekkert ljótari en í fyrra og bragðið er fullkomið.

Niðurstaða:
A Sumt fólk á ekki að reyna að nota uppskrift.
B: Marta Stewart getur troðið uppskriftinni upp í framsóknarflokkinn á sér.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: hvunndags

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago