Allt efni

Frekar neyðarleg mistök

Undanfarið hef ég verið að flytja efni af gamla léninu mínu hingað og á pistilinn. Það er mikið verk því til þess að tenglar, tjásur og myndir týnist ekki þarf ég að gera þetta handvirkt, þ.e. flytja hverja færslu fyrir sig. Þetta eru skrif 10 ára og lengst af notaði ég bloggið eins og ég nota facebook í dag, þ.e. til að pósta tenglum og koma á framfæri skoðunum í örfáum línum eða varpa fram umræðuefni. Oft komu fram áhugaverðar umræður sem ég vil ekki glata og ég færi þessvegna allt draslið.

Þetta eru mörg þúsund færslur og af og til fer eitthvað úrskeiðis. Nokkrum sinnum hef ég t.d. klikkað á því að setja inn rétta dagsetningu og þá hefur eldgömul færsla komið fram á forsíðunni og birst sem ný færsla á blogggáttinni. Það hefur svosem ekki komið að sök en í gær kom það frekar svona bjánalega út.

Ég var að hlusta á Alþingi með öðru eyranu og þegar ég hætti að vinna í blogginu og ýtti á enter, án þess að hafa breytt dagsetningunni, vildi svo óheppilega til að færslan sem birtist á forsíðunni bar titilinn “Nú er nóg komið”. Hún rauk strax upp á lista blogggáttarinnar enda hafa sjálfsagt margir talið víst að ég væri komin með nóg af Alþingissirkusnum. Það má líka til sanns vegar færa en þetta var reyndar áramótafærsla frá 2007, þar sem ég taldi nóg komið af hóglífi hátíðanna. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en um miðja nótt en þá var færslan komin í 8. sæti á blogggáttinni.

Ég er reyndar ekkert á leið í súkkulaðiaðhald á næstunni en ég er sannarlega búin að fá nóg af Framsóknarflokkunum fjórum og litla bróður þeirra. Mikið vildi ég sjá Pírata, Dögun, Lýðræðishreyfinginuna og hugsanlega fleiri framboð (ég hef bara ekki náð að kynna mér fleiri) stofna kosningabandalag.

Gleðilega sjóræningjapáska. Ég verð ekki á Íslandi á kjördag en ef ég færi á kjörstað myndi ég mæta í sjóræningjabúningi.

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago