Allt efni

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna

Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum

Ég velti fyrir mér hvort nýlegar tillögur ykkar um breytingar á lögum um nálgunarbann séu líklegar til að leysa þau vandamál sem virðast vera á beitingu þess. Það eru endalausar fréttir annars vegar um að erfitt sé að fá nálgunarbann jafnvel í mjög slæmum tilfellum, og að lítið gerist þótt ítrekað sé brotið gegn því.

Hafi ég skilið rétt hefur það verið vandamál að dómstólar hafa verið tregir til að staðfesta nálgunarbann (þótt ég skilji ekki þá tregðu miðað við núverandi lög), og þannig skapað fordæmi sem hlýtur að virka letjandi á lögreglu að krefjast slíks banns.

Það virðist líka gríðarleg tregða við að beita þeim refsiákvæðum sem þó eru í hegningarlögum við broti á nálgunarbanni (allt að eins árs fangelsi). Ég sé ekki hvernig breytingarnar á lögunum sem hér eru lagðar til ættu að vera líklegar til að breyta þessu.

[su_pullquote align=“right“]„Væri ekki sjálfsagt að skylda þann sem ítrekað brýtur nálgunarbann til að vera með staðsetningartæki á sér, svo umsvifalaust sé send viðvörun til lögreglu ef hann fer inn á svæði sem hann má ekki vera á?“[/su_pullquote]

Nálgunarbann er ekki refsing, og yfirleitt afar lítið íþyngjandi. Þess vegna gildir um það allt annað en sakfellingar og refsingar, þar sem vernda þarf réttaröryggi sakborninga, og því sé ég ekki af hverju það á að líðast að brotið sé ítrekað gegn slíku banni án þess að gripið sé til aðgerða sem virki.

Ég velti þess vegna fyrir mér hvort ekki þurfi að gera mun róttækari breytingar á lögunum til að þau séu líkleg til að koma í veg fyrir brot á nálgunarbanni. Ég er auðvitað enginn sérfræðingur á þessu sviði, svo vel má vera að mér yfirsjáist eitthvað mikilvægt. En, væri ekki sjálfsagt að skylda þann sem ítrekað brýtur nálgunarbann til að vera með staðsetningartæki á sér, svo umsvifalaust sé send viðvörun til lögreglu ef hann fer inn á svæði sem hann má ekki vera á? Þar væri aftur ekki um refsingu að ræða, en hins vegar væntanlega skilvirka leið til að koma í veg fyrir brot á nálgunarbanni, og til að tryggja þannig frið þess sem um ræðir.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago

Hversu algeng er kynferðisleg áreitni á vinnustöðum?

Myndin er á bls. 73 í Könnun á starfsumhverfi starfsmanna Landspítala 2010  Síðustu vikur hafa opnast…

55 ár ago