Guðni forseti ræðst á Sjálfstæðisflokkinn

Í viðtali við erlenda fréttastofu í gær sagði Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki líklegur til að geta myndað stjórn eftir næstu kosningar:

„Sjálfstæðisflokkurinn er andsnúinn öllum kerfisbreytingum. Í ljósi þess að krafan um slíkar breytingar er gríðarlega sterk hjá flestum öðrum flokkum gæti það reynst erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að mynda stjórn,“ sagði Guðni.

Sjálfstæðismenn eru að vonum margir reiðir og telja að með þessu sé forsetinn að blanda sér í flokkspólítísk átök sem hann ætti alls ekki að gera.  Benda þeir á að ef Guðni standi frammi fyrir því eftir næstu kosningar að velja milli þess að veita Pírötum eða Sjálfstæðisflokknum stjórnarmyndunarumboð, og veiti það Pírötum, muni augljóslega vakna grunsemdir um að hann láti fordóma sína þar ráða för.  Auk þess er hann með þessu að leggja andstæðingum Sjálfstæðisflokksins lið með því að letja kjósendur til að kjósa flokkinn, því augljóslega forðast margt fólk að kjósa flokk sem það telur eiga litla möguleika á að hafa áhrif gegnum ríkisstjórnarsamstarf.

Það er hávær krafa meðal Sjálfstæðismanna, og reyndar margra fleiri, að forsetinn biðjist afsökunar á þessum ummælum, útskýri að hann hafi með þeim gert alvarleg mistök, og viðurkenni að það hafi verið fráleitt að halda fram að hann geti vitað fyrirfram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn muni haga hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum.

Ekki náðist í Guðna við vinnslu þessarar fréttar.

PS.  Nei, þessi „frétt“ er uppspuni.  En Guðni var einmitt að ráðast með rakalausri gagnrýni á annan flokk, sem ætla verður að hann líti hornauga, og að hætt sé við að hann muni láta gjalda fordóma sinna eftir næstu kosningar.

Einnig birt hér

Deildu færslunni

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

54 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

54 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

54 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

54 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

54 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

54 ár ago