Rangar sakargiftir og rannsókn sakamála

Hugsum okkur að A beri B þeim röngu sökum að hafa framið alvarlegt brot. Þannig hefur A framið alvarlegt brot en B ekki. Þá er auðvitað eðlilegt að ekkert verði aðhafst í rannsókn á broti A, fyrr en rannsókn, og hugsanlega réttarmeðferð, á brotinu sem B var ranglega sökuð um er lokið. Sú meðferð tekur marga mánuði, hugsanlega meira en ár.

Að vísu verður næsta vonlaust að rannsaka hið raunverulega brot, sem A framdi, þegar sú niðurstaða hefur fengist að ekki sé fótur fyrir upphaflegum sakargiftum. Ýmiss konar gögn sem varpað gætu ljósi á það mál eru nefnilega löngu horfin, svo sem símaskýrslur og símaminni viðkomandi, auk þess sem minni fólks um hver sagði hvað, eða hver gerði hvað, fyrir ári er yfirleitt afar óáreiðanlegt.

En það er samt fullkomlega eðlilegt að sakargiftirnar, sem voru eina brotið í málinu, verði til þess að ekki megi rannsaka þær fyrr en það er of seint. Eða …?

Einnig birt hér

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago