Categories: Allt efniÝmislegt

Stórfelld áfengisvandamál Kópaskersbúa

Eins og allir vita jókst heildaráfengisneysla gríðarlega þegar bjórinn var leyfður á Íslandi, auk þess sem stór hluti þjóðarinnar fór að drekka bjór í tíma og ótíma, meðal annars ótæpilega á vinnutíma. (Not). Eins og allir vita fór áfengisneysla algerlega úr böndunum þegar komið var á kjörbúðafyrirkomulagi í vínbúðum ÁTVR. (Sömu uppgötvun var reyndar búið að gera í Svíþjóð, þar sem templurum og öðru hreintrúarfólki tókst nokkrum árum lengur að sporna við þeim ófögnuði en sálufélögum þeirra á Íslandi). (Not). Eins og allir vita (a.m.k. í Svíþjóð; íslensku templurunum datt aldrei í hug að nota þessa „röksemdafærslu“) jókst heimilisofbeldi gríðarlega þegar farið var að hafa ríkið opið á laugardögum. (Not).

Eins og allir vita myndi það auka til muna alls konar hörmungar ef Íslendingar fengju að kaupa áfengi í matvöruverslunum. Enda hefur komið í ljós að á þeim stað þar sem þetta hefur verið prófað í tilraunaskyni, Kópaskeri, er meirihluti þorpsbúa nú kominn suður í meðferð, eða ætti að vera á leiðinni þangað. Og þorpið er rústir einar, sem um ráfa þessir örfáu hræður sem höfðu nægan viljastyrk til að keyra frekar í klukkutíma til Þórshafnar eða Húsavíkur, þar sem sala á matvælum og áfengi er enn aðskilin.

PS. Takk, Arnar, fyrir að benda á þessar hörmungar á Kópaskeri.

Einnig birt hér

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago