Eins og allir vita myndi það auka til muna alls konar hörmungar ef Íslendingar fengju að kaupa áfengi í matvöruverslunum. Enda hefur komið í ljós að á þeim stað þar sem þetta hefur verið prófað í tilraunaskyni, Kópaskeri, er meirihluti þorpsbúa nú kominn suður í meðferð, eða ætti að vera á leiðinni þangað. Og þorpið er rústir einar, sem um ráfa þessir örfáu hræður sem höfðu nægan viljastyrk til að keyra frekar í klukkutíma til Þórshafnar eða Húsavíkur, þar sem sala á matvælum og áfengi er enn aðskilin.
PS. Takk, Arnar, fyrir að benda á þessar hörmungar á Kópaskeri.
Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…
Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)
Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…
Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…
Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…