Ekki vara við ef hætta er á ferðum!

Í lögum um Fjármálastöðugleikaráð stendur eftirfarandi:
„Fjármálastöðugleikaráð birtir tilmæli sín og rökstuðning fyrir þeim í heild eða að hluta, nema birting þeirra geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Fari stjórnvald ekki að tilmælum fjármálastöðugleikaráðs skal einnig birta skriflegan rökstuðning viðeigandi stjórnvalds nema birtingin geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.“

Hversu vel gafst þessi leyndarhyggja, til verndar „fjármálastöðugleika“, fyrir síðasta hrun?  Ljóst er að ýmsir aðilar innan æðstu stjórnsýslu vissu að bankarnir voru að falli komnir um hálfu ári áður en þeir féllu.  Í stað þess að segja sannleikann þögðu þeir ekki bara, heldur lugu bókstaflega blákalt um góða stöðu bankanna, til að vernda „fjármálastöðugleika“.
Dettur einhverjum í hug að það hafi verið skynsamlegt að halda þessari stöðu leyndri í hálft ár í viðbót?
Hefði það ef til vill getað takmarkað tjónið af falli bankanna ef sagt hefði verið satt og rétt frá því hve illa þeir stóðu þegar það var orðið ljóst?
Hefði ef til vill verið betra að segja almenningi í landinu frá vonlausri stöðu bankanna, í stað þess að lána þeim tugi milljarða af almannafé rétt fyrir hrun?
Hverra hagsmuni er meiningin að verja með þeirri leynd sem á að einkenna starf þessa ráðs?  Af hverju ætti það að þjóna hagsmunum almennings að fá ekki að vita þegar hætta er á ferðum?
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago