Í framhaldi af þessari grein sem einnig birtist í Kvennablaðinu í gær.

Þess má geta að ég skrifaði Magnúsi skólameistara í Flensborg í fyrrakvöld og bar upp nokkrar spurningar um þá „hugmyndafræði“ sem hann segir að karakterar skemmtikraftanna umræddu samrýmist ekki.  Magnús vildi ekki svara, en spurði í staðinn í hvaða tilgangi ég kallaði eftir svörum við þessu.  Ég útskýrði fyrir honum (þótt mér finnist ósæmilegt af forstöðumönnum opinberra stofnana að krefja spyrjendur um slíkt) að ég teldi eðlilegt að almennir borgarar grennslist fyrir um hvernig  starfsemi opinberra stofnana er háttað.  Þegar ég svo spurði aftur hvenær ég mætti búast við svörum sagði Magnús þetta:

„Hvað varðar önnur atriði spurning þinna fimm þá eru þetta einmitt mál sem verið er að vinna sig í gegnum í umræðum innan skólans. Ég vil því síður setja þau í umræðu annars staðar fyrr en við höfum náð að vinna okkur lengra áleiðis.“

Magnús hefur reyndar sjálfur sett þessi mál í umræðu í fjölmiðlum, en honum finnst sem sagt sjálfsagt að beita sér fyrir því að Byrgismelluskinkuskáldið Erpur sé fengið í staðinn fyrir aðra tvo skemmtikrafta, án þess að útskýra mismuninn í „hugmyndafræði“ þessara manna.  Magnúsi þótti líka sjálfsagt að vega með alvarlegum hætti,  á opinberum vettvangi, gegn starfsheiðri þeirra sem hann hafnaði, á grundvelli „hugmyndafræði“ sem verið er að „vinna sig gegnum í umræðum innan skólans“, og sem hann treystir sér ekki til að útskýra hver er.

Maður veltir óneitanlega fyrir sér hvort Magnús telji sjálfan sig, með þessari framgöngu sinni,  vera góða fyrirmynd nemendum skólans …

[custom-related-posts title=“Fyrri grein“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago