Gísli Freyr Valdórsson, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu innanríkisráðherra, hefur verið ákærður fyrir hegningarlagabrot í starfi sínu sem aðstoðarmaður ráðherrans.  Hann er ákærður fyrir að hafa með saknæmum hætti lekið gögnum úr ráðuneytinu, þar sem markmiðið var augljóslega að sverta manneskju sem ekki gat borið hönd fyrir höfuð sér.

Gísli heldur fram sakleysi sínu, þótt hann hafi (líklega einn þeirra sem höfðu aðgang að umræddu skjali) átt mörg símtöl við blaðamenn á Vísi og Morgunblaðinu skömmu áður en þessir miðlar birtu fréttir um málið, byggðar á minnisblaðinu sem lekið var.
Miðað við málatilbúnað lögreglunnar sem rannsakaði málið, eins og hann kemur fram í nýlegum dómum Hæstaréttar, eru það þessi samtöl Gísla við fréttafólkið sem valda því að hann er grunaður, og nú ákærður.  Tímasetningar þessara símtala og fréttanna sem fylgdu í kjölfarið má sjá í þessari frétt DV.
Auðvitað þarf Gísli ekki að sanna sakleysi sitt fyrir dómstólum; það er  ákæruvaldið sem þarf að sanna að hann sé sekur. En ef það er rétt hjá Gísla að hann hafi ekki lekið skjalinu til fréttafólks þessara miðla væri honum í lófa lagið að efla trú almennings á sakleysi sitt:  Hann myndi einfaldlega biðja viðkomandi blaðamenn að stíga fram og lýsa því yfir að þessi samtöl hafi ekki tengst lekaskjalinu.  Ekkert þyrfti að koma fram um efni þessara samtala nema það.
Hefur Gísla ekki dottið í hug að bregðast þannig við grun almennings um að hann sé sekur um það svívirðilega brot sem hann er ákærður fyrir?
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago