Eftirfarandi bréf var ég að senda ríkissaksóknara (Sigríði Friðjónsdóttur), með spurningum vegna „rannsóknar“ hennar á lekamálinu í innanríkisráðuneytinu.

Auk þess sem þar er spurt má velta fyrir sér hvort það skipti máli hér að ríkissaksóknari (og lögreglan, sem hefur ekki aðhafst þrátt fyrir kærur) sé undirmaður ráðherrans, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.  Vissulega á ráðherra ekki að geta skipt sér beint af meðferð saksóknara á sakamálum, en allir vita hvers konar hefndaraðgerða er auðvelt að grípa til, og hversu algengt slíkt er í íslenskri stjórnsýslu gegn þeim sem leyfa sér að gera valdafólki lífið leitt.
Sérkennilegt í framgöngu lögreglu og ríkissaksóknara í þessu máli er að þeir sem grunaðir eru um alvarleg lögbrot séu bara beðnir kurteislega um að afhenda gögn sem gætu varpað ljósi á málið.  Má búast við að næst þegar einhverjir Vítisenglar eru grunaðir um ofbeldisverk verði þeim sent bréf og þeir beðnir um að afhenda vopn sem þeir gætu hugsanlega hafa notað?
Eða eru kannski ekki allir jafnir fyrir lögunum á Íslandi?
——————————————————————————————————————
From: Einar Steingrimsson <einar@alum.mit.edu>
Date: 2014-01-31
Subject: „Rannsókn“ á lekamálinu
To: Sigríður Friðjónsdóttir <sigridur.fr@tmd.is>
Til ríkissaksóknara
Sæl SIgríður
Hér, http://www.rikissaksoknari.is/um-embaettid/frettir/nr/67, stendur að þú hafir farið fram á að „fá frekari gögn og upplýsingar frá innanríkisráðuneytinu, áður en endanleg ákvörðun verður tekin um það hvort málinu verði vísað til lögreglurannsóknar“.  Umrætt mál er svokallað lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem grunur leikur á að háttsettir starfsmenn þess hafi framið alvarleg brot.
Það eru meira en tveir mánuðir síðan þetta mál komst í hámæli, og síðan það var kært til lögreglu.
Af hverju er þetta mál „rannsakað“ með því að biðja ráðuneytið, þ.e.a.s. það fólk sem hlýtur að liggja undir grun um alvarleg lögbrot, um gögn, sem þú gefur því mánuði til að setja saman og afhenda?
Af hverju voru æðstu starfsmenn ráðuneytisins, þar á meðal ráðherra og aðstoðarmenn hennar, ekki yfirheyrðir strax í upphafi málsins?  Er algengt að fólk sem grunað er um alvarlega glæpi sé beðið um að afhenda gögn um málið, og að ríkissaksóknari bíði svo vikum eða mánuðum saman eftir að fá fullnægjandi gögn?
Að síðustu:  Er eðlilegt að lögregla, sem þetta mál var kært til fyrir meira en tveim mánuðum, hafi ekkert aðhafst?  Hver ber ábyrgð á því?
Bestu kveðjur,
Einar
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago