Í Kastljósi í gærkvöldi byrjaði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, á því að útskýra að Samtök atvinnulífsins hefðu í upphafi viðræðna um nýgerða kjarasamninga lýst yfir að þau vildu ekki meira en 2% launahækkun, og Gylfi talaði eins og það hefði gert samningana erfiða.  Gylfi endurtók þessa möntru nokkrum sinnum í þættinum, í svolítið mismunandi formi.

Forystumaður ASÍ sem lýsir þessu yfir, og notar það sem afsökun fyrir arfalélegum samningum, er að segja SA að þau geti ráðið niðurstöðu samninga, með því bara að slá rétta tóninn í upphafi.  Fyrir hverja vinnur Gylfi?
Gylfi lagði líka mikla áherslu, aftur og aftur, á nauðsyn þess að hækka laun lítið til að koma í veg fyrir verðbólgu, og kaupmáttarrýrnun samfara henni, en samningarnir sem nú voru gerðir eru reyndar ávísun á launalækkun, miðað við að verðbólga verði á svipuðu róli og síðasta árið.  Ef Gylfi og SA trúa því að haldið verði aftur af verðbólgunni með þessum samningum, af hverju eru þá launin sem um var samið ekki verðtryggð?
Gylfa varð einnig tíðrætt um stöðugleika, en stöðugleiki er jú um það bil óbreytt ástand.  Fyrir fólk með 200 þúsund krónur í mánaðarlaun er stöðugleiki álíka eftirsóknarverður og óbreytt ástand er fyrir manneskju sem fallið hefur útbyrðis af togara fyrir norðan land í byrjun janúar.
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago