Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en ég óttast að Ólafur Ragnar muni skrifa undir lögin um lækkun veiðigjaldsins, sem þýðir margra milljarða gjöf til forríkra útgerðareigenda, á kostnað almennings í landinu.

Vafalaust mun Ólafur reyna að rökstyðja ákvörðun sína, þótt augljóst sé að hann brjóti gegn þeim grundvallarreglum sem hann hefur sjálfur notað til að útskýra fyrri synjannir.  Ég velkist hins vegar ekki í vafa um hver sé hin raunverulega ástæða þess að hann ansi ekki kalli almennings í þetta skiptið, verði sú raunin:
Í þau þrjú skipti sem Ólafur hefur synjað lögum staðfestingar hefur yfirgnæfandi meirihluti almennings verið andvígur þeim, alveg eins og gildir nú.  Í fyrri skiptin hafa átökin hins vegar líka verið á milli ólíkra voldugra valdaklíkna í landinu.  Því er ekki að heilsa núna; þótt þeir fjórflokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu séu andvígir nýju lögunum hafa þeir lítið haft sig í frammi í þessu máli.
Það er augljós „gjá milli þings og þjóðar“ í veiðigjaldamálinu nú.  En, það eru engar valdaklíkur fyrir Ólaf til að spila á, og honum er skítsama um þennan almenning sem flestir héldu kannski að væri þjóðin í hans huga.
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago