Fullt gjald eða „eðlilegt“ fyrir auðlindir?

Eitt af því sem of lítið virðist spurt um í fjölmiðlum í því fjaðrafoki sem stendur yfir á Alþingi vegna stjórnarskrárfrumvarpsins er breytingatillaga fjögurra stjórnarliða, þeirra Oddnýjar G. Harðardóttur, Álfheiðar Ingadóttur, Árna Þórs Sigurðssonar og Skúla Helgasonar.  Þetta er breytingatillaga við þá tillögu formanna Samfylkingar, VG og Bjartrar Framtíðar  að samþykkja á þessu þingi bara þá breytingu á stjórnarskrá að henni megi breyta með því að Alþingi samþykki það og síðan séu breytingarnar samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Markmiðið með breytingartillögu fjórmenninganna er væntanlega að sjá til þess að eitthvað bitastætt sé samþykkt af öllum þeim breytingum sem felast í heildarfrumvarpinu, og sem mikill meirihluti almennings styður, miðað við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október, og það sem vitað er  um málið úr skoðanakönnunum.  Þetta er því væntanlega hugsað sem málamiðlun, til þess að afla frekari stuðnings við það sem virðist vera fyrirætlan forystu stjórnarflokkanna, að drepa stjórnarskrármálið.

Í breytingatillögunni er lagt til að auðlindaákvæðið úr heildarfrumvarpinu sé samþykkt, í viðbót við breytingarnar á því hvernig breyta megi stjórnarskránni án þess að rjúfa þing.  Þessu ákvæði hefur hins vegar verið breytt á sérkennilegan hátt.  Þar stendur nefnilega þetta  (skáletrun mín):

Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, sem og annarra takmarkaðra almannagæða, gegn eðlilegu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn.

Í upphaflegu tillögunni er þetta hins vegar orðað svona (skáletrun mín):

Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda, sem og annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn.

Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að þingmennirnir vilja ekki að greitt sé fullt gjald fyrir afnot af auðlindum, heldur bara „eðlilegt“ gjald.  Það síðarnefnda er ekki afdráttarlaust, heldur háð mati þeirra sem með völdin fara hverju sinni, sem þannig fá mikið svigrúm til að ákveða hvað sé „eðlilegt“.

Hvaða hagsmunir eru hér að baki?

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago