Við lítum á samkomulagið sem undirritað var í gærkvöldi […] sem táknrænt fyrir löngun þjóða okkar tveggja til að heyja aldrei aftur stríð hvor gegn annarri.
Í vantraustsumræðunni í gær kom skýrt fram að allir stjórnmálaflokkar á Íslandi lýsa yfir vilja til að festa ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Framsóknarflokkur, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Græn eiga það sameiginlegt að hafa á síðasta áratug lagt fram frumvarp á Alþingi um auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Af þeim frumvörpum og nýjustu tillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis frá 4. mars kemur í ljós sammæli um að kveða skuli á í auðlindaákvæði um allt eftirfarandi:1. Að útiloka eign, varanleg afnot og sölu réttinda tengdum auðlindum og skapa þannig nýja þjóðareign á auðlindum2. Að þjóðareign þýði að ríkisvaldið fyrir hönd þjóðarinnar fari með æðsta vald og ábyrgð yfir auðlindunum og veiti leyfi til afnota, hagnýtingar o.s.frv. svo fremia. leyfin séu tímabundin og afturkallanlegb. eðlilegt gjald komi fyrirc. leyfin séu veitt á jafnræðisgrundvelli3. Um hagkvæmustu nýtingu á sjálfbærum grunni4. Um auðlindaarð til hagsældar fyrir þjóðinaLiggur ekki í augum uppi að nýta það lag sem nú er, til að koma þessum efnisatriðum í höfn? Getur einhver verið á móti því?
Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…
Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)
Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…
Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…
Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…