Það sem Árni Páll myndi gera, vildi hann afla sér virðingar

Því hefur verið haldið fram að ekki sé „hægt“ að koma stjórnarskrárfrumvarpinu gegnum þingið.  Þetta er rangt; það snýst um vilja.  Þeir þingmenn sem helst eru nefndir sem líklegir til að standa í vegi fyrir málinu innan Samfylkingarinnar eru Ásta Ragnheiður þingforseti, Össur og Kristján Möller.  Svo vel vill til að sá síðastnefndi mun verða fjarverandi til þingloka, og varamaður kominn í hans stað.

Ef formaður Samfylkingarinnar lýsti yfir að hann legði allt í sölurnar til að koma frumvarpinu í gegn, og fengi með sér í það flestalla þingmenn flokksins, er ljóst að Ásta Ragnheiður þyrði ekki að standa nánast ein á bersvæði með blóði drifnar hendur sem banamaður málsins, og sama gildir um Össur.
Þegar þannig væri búið að tryggja stuðning allra þingmanna Samfylkingarinnar þá er útilokað að Vinstri Græn létu það verða sitt síðasta verk á þessu kjörtímabili að drepa nýja stjórnarskrá.
Flóknara er þetta ekki.  Allt sem Samfylkingin þarf að gera er að lýsa yfir að þetta mál sé sett á oddinn og að það verði keyrt í gegnum þingið.  Það þarf ekki einu sinni kjark í slíkt þegar yfirgnæfandi meirihluti kjósenda vill fá þessa nýju stjórnarskrá samþykkta.  Það þarf hins vegar að yfirgefa þá lífsskoðun, a.m.k. í nokkra daga, að alltaf beri að lúta kúgunarvaldi Sjálfstæðisflokksins.  Er það of stór biti að kyngja fyrir þingmenn Samfylkingar og VG?
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago