Í síðustu viku féll dómur í máli Maríu Jónsdóttur gegn Landsbankanum (og um það var fjallað í Silfri Egils í dag).  Í stuttu máli hafði bankinn ekki staðið við það sem hann hafði lofað þegar María seldi fasteign og keypti aðra.  Dómurinn er langur og ítarlegur, en þar stendur meðal annars þetta:

„Það er mat dómsins að vinnubrögð Landsbanka Íslands hafi ekki verið fagleg og að ákvarðanir hans í sumum tilvikum hafi ekki tekið eðlilegt tillit til fjárhaglegra hagsmuna stefnanda.“
Þessi átök Maríu við bankann stóðu í fimm ár, og á þeim tíma hélt bankinn fé sem hún átti með réttu, samkvæmt dómnum.  Hefði bankinn haft sitt fram hefði það leitt til gríðarlegs tjóns fyrir Maríu.
Það virðist trúlegt að mál Maríu sé langt frá því að vera einsdæmi hvað varðar framferði bankanna, vegna þeirra hamfara sem hrunið leiddi yfir landsmenn.  En hversu margir leggja í áralang átök við jafn voldugar stofnanir og bankarnir eru?
Í krafti stærðar sinnar og ríkidæmis geta bankarnir gert það sem þeim sýnist gagnvart óbreyttum borgurum, enda eru það þeim smápeningar sem þeir eiga á hættu að tapa ef allt fer þeim í óhag, og fólkið sem ber ábyrgð á slíku innan þeirra á ekki á hættu að verða fyrir persónulegu tjóni.  Óbreytti borgarinn þarf hins vegar að eyða gríðarlegum tíma, þola hræðilegt andlegt álag, og á það á hættu að tapa enn meira fé ef illa fer fyrir dómstólum, og þar þarf ekki annað til en „tæknileg mistök“, hvað sem öllu réttlæti líður.
Ríkisvaldið verndar bankana með því að veita þeim ábyrgðir og leyfa þeim að prenta peninga, í þeim skilningi að þeir fá að græða á að lána margfalt meira fé en þeir ráða yfir.  Hinn óbreytti borgari nýtur hins vegar ekki neinnar verndar, umfram það að geta leitað til dómstóla, sem er oft tvísýnt og getur kostað gríðarlega fjármuni, vinnu og andlegar hremmingar.
Við getum verið Maríu þakklát fyrir úthaldið í þessu réttlætismáli. En, spurningin sem þetta skilur eftir er þessi:
Af hverju verndar ríkisvaldið bankana svona dyggilega, en ekki þann almenning sem það á að þjóna?
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago